Mauricio Pochettino, þjálfari Paris Saint-Germain og fyrrum stjóri Tottenham, er efstur á óskalista Manchester United, eftir að norska goðsögnin Ole Gunnar Solskjaer var rekinn úr starfinu. Þetta hefur breski miðillinn Sky Sports News eftir heimildarmönnum, sem telja vonir standa til þess að Pochettino taki við liðiðnu næsta sumar.

Stjóri Ajax næstur á óskalistanum

Þjálfari Ajax, Erik Ten Hag, er líka sterklega orðaður við starfið og er að sögn næsti maður á óskalista stjórnendanna á Old Trafford nái þeir ekki að næla í Pochettino.

Í frétt Sky Sport er fullyrt að Erik Ten Hag hafi mikinn áhuga á starfinu.

Gary Neville segist sjá í gegnum Pochettino

Þá er haft eftir Gary Neville, að Pochettino hafi pottþétt áhuga á starfinu þótt hann viðurkenni það ekki opinberlega.

„Ég held að Mauricio Pochettino myndi koma til Man Utd á fimm ára samningi strax á morgun, þótt hann myndi ekki viðurkenna það opinberlega,“ segir Gary um málið.

„Hann myndi horfa á leikmannahópinn, og á klúbbinn sjálfan og átta sig á því að hann gæti náð meiri árangri með Man Utd en hann kæri sig um. Hjá PSG tekurðu hvert tímabil fyrir sig,“ segir Neville. „Þú verður að vinna Meistaradeildina annars ertu búinn að vera,“ bætir hann við og telur slíkt fyrirkomulag ekki henta Pochettino.

„Manchester United verða að tryggja að þeir taki rétt skref næst,“ segir Neville og telur að það geti þýtt að menn verði að sýna þolinmæði í sex mánuði, þangað til bestu stjórarnir losni í lok tímabilsins.

Zidane og Rodgers einnig líklegir

Zinedine Zidane fyrrverandi stjóri Real Madrid, er meðal þeirra sem orðaðir eru við stjórastöðuna á Old Trafford.

Meðal annarra sem orðaðir hafa verið við þjálfarastöðuna eru Brendan Rodgers, þjálfari Leicester og Frakkinn Zinedine Zidane fyrrverandi stjóri Real Madrid.

Annar Frakki, Laurent Blanc, hefur verið sterklega orðaður við starf bráðabrigðaþjálfara út þetta tímabil.