Athletic grheinir frá því að enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur kanni hug Mauricio Pochett­ino á að taka við stjórnartaumunum hjá karlaliði félagsins á nýj­an leik.

Pochett­ino var látinn taka pokann sinn í nóv­em­ber árið 2019 eftir að hafa stýrt liðinu frá 2014 til 2019.

José Mourinho sem tók við Tottenham Hotspur af Pochettino var svo sagt upp störfum í apríl síðastliðnum og Ryan Mason var ráðinn knattspyrnustjóri út nýlokna leiktíð.

Pochettino tók við PSG fyrr á þessu ári en þessi 49 ára gamli Argentínumaður er samningsbundinn félaginu til ársins 2022.