Enski boltinn

Pochettino gæti fært sig um set í Lundúnum

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, er í samningaviðræðum við félagið þessa stundina. Pochettino ku fara fram á launahækkun og auknar heimildir til þess að eyða í leikmannakaup.

Mauricio Pochettino á hliðarlínunni í leik Tottenham Hotspur í vetur. Fréttablaðið/Getty

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, er í samningaviðræðum við félagið þessa stundina. Pochettino ku fara fram á launahækkun og auknar heimildir til þess að eyða í leikmannakaup.

Nýjustu fregnir herma að forráðamenn Chelsea fylgist náið með framvindu mála í samningaviðræðum Pochettino við Tottenham Hotspur og hafi áhuga á að tryggja sér starfskrafta hans fari það svo að Antonio Conte yfirgefi Stamford Bridge.

Pochettino er því í góðri samningsstöðu þegar hann fundar með Daniel Levy, stjórnarformanni Tottenham Hotspur, sem hefur haldið fast um budduna hjá félaginu undanfarin ár.

Tottenham Hotspur hafnaði í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla og tekur því þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Chelsea endaði hins vegar í fimmta sæti og leikur í Evrópudeildinni á næsta keppnistímabili.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Enski boltinn

Dortmund sýnir Origi áhuga

Enski boltinn

Sarri ætlar að reyna að leggja frá sér sígaretturnar

Auglýsing

Nýjast

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Sigraði í ­bol til­einkuðum fórnarlömbum Nassar

Segir að þýska liðið óttist Ísland

Hópurinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi klár

Köstuðu leik­föngum til veikra barna | Mynd­band

Auglýsing