Enski boltinn

Pochettino gæti fært sig um set í Lundúnum

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, er í samningaviðræðum við félagið þessa stundina. Pochettino ku fara fram á launahækkun og auknar heimildir til þess að eyða í leikmannakaup.

Mauricio Pochettino á hliðarlínunni í leik Tottenham Hotspur í vetur. Fréttablaðið/Getty

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, er í samningaviðræðum við félagið þessa stundina. Pochettino ku fara fram á launahækkun og auknar heimildir til þess að eyða í leikmannakaup.

Nýjustu fregnir herma að forráðamenn Chelsea fylgist náið með framvindu mála í samningaviðræðum Pochettino við Tottenham Hotspur og hafi áhuga á að tryggja sér starfskrafta hans fari það svo að Antonio Conte yfirgefi Stamford Bridge.

Pochettino er því í góðri samningsstöðu þegar hann fundar með Daniel Levy, stjórnarformanni Tottenham Hotspur, sem hefur haldið fast um budduna hjá félaginu undanfarin ár.

Tottenham Hotspur hafnaði í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla og tekur því þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Chelsea endaði hins vegar í fimmta sæti og leikur í Evrópudeildinni á næsta keppnistímabili.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

City að kaupa ungan króatískan miðjumann

Enski boltinn

Aron Einar að fá nýjan liðsfélaga frá Everton

Enski boltinn

Bielsa segist hafa njósnað um öll lið deildarinnar

Auglýsing

Nýjast

Íslandi dugar jafntefli í dag

„Japan er á hár­réttri leið undir stjórn Dags“

Torsóttur sigur skilaði Íslandi úrslitaleik í dag

Sjötti sigur Vals í röð

Spánn keyrði yfir Makedóníu í seinni hálfleik

Næsti bar­dagi Gunnars stað­festur: Fer fram í London

Auglýsing