Enski boltinn

Pochettino gæti fært sig um set í Lundúnum

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, er í samningaviðræðum við félagið þessa stundina. Pochettino ku fara fram á launahækkun og auknar heimildir til þess að eyða í leikmannakaup.

Mauricio Pochettino á hliðarlínunni í leik Tottenham Hotspur í vetur.

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, er í samningaviðræðum við félagið þessa stundina. Pochettino ku fara fram á launahækkun og auknar heimildir til þess að eyða í leikmannakaup.

Nýjustu fregnir herma að forráðamenn Chelsea fylgist náið með framvindu mála í samningaviðræðum Pochettino við Tottenham Hotspur og hafi áhuga á að tryggja sér starfskrafta hans fari það svo að Antonio Conte yfirgefi Stamford Bridge.

Pochettino er því í góðri samningsstöðu þegar hann fundar með Daniel Levy, stjórnarformanni Tottenham Hotspur, sem hefur haldið fast um budduna hjá félaginu undanfarin ár.

Tottenham Hotspur hafnaði í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla og tekur því þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Chelsea endaði hins vegar í fimmta sæti og leikur í Evrópudeildinni á næsta keppnistímabili.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Segir Lukaku hafa ákveðið að byrja á bekknum

Enski boltinn

„Chelsea gæti þurft að selja Hazard“

Íslenski boltinn

FH upp að hlið Breiðabliki á toppnum

Auglýsing

Nýjast

HM 2018 í Rússlandi

Hannes tekinn af velli vegna meiðsla

HM 2018 í Rússlandi

24 dagar í HM

Handbolti

Meistari í þriðja landinu á síðustu þremur árum

Sport

Þrjú komin á heimsleikana

Fótbolti

Kviknaði í sigur­rútu Red Star Bel­grad

Handbolti

Bundu endi á 10 ára sigurgöngu Veszprém

Auglýsing