Það heldur áfram að gusta í kringum stærstu stjörnur golfsins. Nú teygja lætin sig yfir til Evrópu þar sem kylfingar sem samið hafa við LIV mótaröðina eru mættir til Englands og ætla að taka þátt í BMW PGA mótið sem er hluti af Evrópumótaröðinni.  Mótið hefst á morgun

LIV mótaröðin er á sínu fyrsta ári en margir öflugir kylfingar hafa gengið til liðs við LIV þar sem miklu meiri fjármunir eru í boði. Þeir kylfingar sem ganga til liðs við LIV er í kjölfarið bannað að taka þátt í mótum á vegum PGA í Bandaríkjunum en það hefur ekki verið gert í Evrópu. Kylfingarnir frá LIV reyna því að taka þátt í mótum þar til að ná sér í stig á heimslistanum. Sá listi segir til um það hvaða kylfingar fá að taka þátt á risamótum sem allir kylfingar vilja komast inn á.

Það hins vegar er umdeilt að kylfingar sem aldrei hafa mætt á mót í Evrópu séu nú að koma og taki pláss af kylfingum sem alla jafna spila á þeirra mótaröð. „Ég skil það ekki að sumir kylfingar sem aldrei hafa sýnt áhuga á Evrópumótaröðinni séu nú að koma hingað og spila. Þeir eru bara mættir hingað til að fá stig á heimslistanum," segir John Rahm einn öflugasti kylfingur í heimi.

Rahm sem er frá Spáni er sár yfir því að vinir hans fái ekki að vera með vegna þess að kylfingar frá LIV taki nú pláss. „Það pirrar mig að kylfingar sem hafa tekið þátt í tuttugu mótum í Evrópu í ár fái ekki færi á að spila á þessum stærsta viðburði ársins á mótaröðinni. Aðrir fá að spila þrátt fyrir að vera alveg sama um þessa mótaröð. Þeir þekkja ekki söguna hérna, þeir eru bara hérna til að ná í stig á heimslistann. Það sjá það allir.“