Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var pirraður á spurningum íþróttafréttakonu RÚV eftir sigur Íslands á Brasilíu á Heimsmeistaramótinu í gær.

Íslenska liðið vann 41-37 sigur eftir að hafa verið undir, 22-18, í hálfleik.

Úrslitin duga Strákunum okkar ekki í 8-liða úrslit mótsins.

Í viðtali eftir leik reiddist Guðmundur nokkuð er hann var spurður út í „plan B“ í varnarleik íslenska liðsins.

„Hvað heldurðu að þetta sé eiginlega?“ spurði pirraður Guðmundur á móti.

Miklar umræður hafa skapast um þetta á samfélagsmiðlum. Margir hrósa Helgu Margréti Höskuldsdóttur fyrir krefjandi spurningar sínar til Guðmundar.

Viðtalið við RÚV í heild sinni og viðbrögð Guðmundar má sjá með því að smella hér.