At­vinnu­kylfingurinn Rory Mcllroy hafði engan húmor fyrir at­hæfi eins á­horf­anda á BMW Meistara­mótinu á Wilmington vellinum í Delaware sem taldi sig vera sniðugann um síðustu helgi.

Á­horf­andinn hafði í fórum sínum fjar­stýrða golf­kúlu sem hann lét ferðast um grínið á 15. holu vallarins þar sem Mcllroy var staddur. Á­horf­andinn lét kúluna ferðast hringinn í kringum grínið þar til að Mcllroy náði til kúlunnar.

Í stað þess að láta um­ræddan á­horf­anda fá kúluna sína til baka og hafa gaman af at­vikinu mátti sjá að Mcllroy var ekki skemmt. Hann tók sig til og kastaði kúlunni í nær­liggjandi vatn.