Ger­ard Piqué miðvörður Barcelona sem er ríkjandi meistari í knatt­spyrnu karla hef­ur verið dæmd­ur til þess að greiða vangoldna skatta sína og þar að auki fjársekt fyrir skattaundskot sín.

Spænsk skatta­yf­ir­völd hafa rann­sakað fyr­ir skattalagabrot þó nokkra knattspyrnumanna, knattspyrnustjóra og annarra aðila sem tengst hafa knattspyrnuheiminum á Spáni síðustu árin.

Hæstiréttur Spánar komst að þeirri niðurstöðu að Piqué hafi skotið undan skatt á ár­un­um 2008 til 2010 og hef­ur dæmt hann til að greiða 2,1 millj­ón evra í skatta­skuld­ir og sekt en upp­hæðin jafn­gild­ir tæp­um 300 millj­ón­um króna.

Aðrir sem dæmdir hafa verið fyrir brot gegn spænskum skattalögum síðustu árin eru til að mynda Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og José Mourinho.