Fjölmiðlamaðurinn og strigakjafturinn Piers Morgan er farinn að skrifa um fótbolta fyrir breska blaðið The Sun. Það þarf svo sem ekki að koma mikið á óvart en pistill Morgan fjallar um Arsenal en Morgan er mikill aðdáandi félagsins og er óhræddur að tjá skoðanir sínar um félagið og framgang þess.

Morgan fær þó heldur óblíðar viðtökur á Twitter frá Gary Lineker sem er umsjónarmaður Match of the day og fyrrum landsliðsmaður Englands.

Lineker nefnilega hendir í hláturkall og spyr einfaldlega. Pistill um fótbolta?

Þeir félagar eru duglegir að skjóta á hvorn annan á samfélagsmiðlinum og hefur Morgan meðal annars skotið á Lineker vegna launa hans, áhorfs og eyrna.

Þeir virðast þó vera góðir vinir bakvið lyklaborðið því þeir deildu fyrir skömmu þegar þeir borðuðu saman og drukku vín.