Jordan Pickford á ekki von á refsingu fyrir glórulausa tæklingu sína sem varð til þess að Virgil van Dijk sleit krossband og verður frá næstu 7-9 mánuðina.

Atvikið átti sér stað í upphafi leiks Everton og Liverpool um helgina. Þá fékk hollenski miðvörðurinn sendingu inn fyrir línuna og var tæklaður af Pickford.

Stuttu seinna flaggaði aðstoðardómarinn og kom í ljós að van Dijk var fyrir innan í myndbandsendursýningu. Það stöðvaði ekki Pickford sem fór í tveggja fóta tæklingu í bæði hnéin á miðverðinum.

Að sögn enska knattspyrnusambandsins sáu bæði dómari leiksins og aðstoðarmaður hans í myndbandsdómgæsluherberginu atvikið og ákváðu að það væri ekki refsinæmt.

Fyrstu fréttir eftir leik hermdu að myndbandsdómgæslan hefði ekki litið á brotið. Það breyttist í gærkvöld þegar fullyrt var að dómarinn hefði metið að þetta væri ekki þess virði að senda dómarann að skoða atvikið nánar.

Enska knattspyrnusambandið getur því ekkert aðhafst meira í málinu.