Miðvörðurinn Pétur Viðarsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild FH en samningurinn gildir út yfirstandandi keppnistímabil.

Pétur spilaði fjórtán leiki í deild og bikar á síðustu leiktíð en hann hefur spilað alls 251 leik fyrir FH á ferlinum og skorað í þeim tólf mörk.

„Það eru spennandi tímar fram undan hjá FH. Það er sterkt FH-DNA í mér og með nýjum þjálfurum og nýju fólki skynja ég hungur. Mikið af ungum leikmönnum sem geta náð langt og við erum komnir með lið sem er vel samkeppnishæft.

Það er mikil tilhlökkun í mér að byrja knattspyrnusumarið 2021,“ segir Pétur í samtali við heimasíðu FH eftir undirskriftina.