Handboltakonan Perla Ruth Albertsdóttir sem leikur með Fram greindi frá því á Instagram-síðu sinni að hún væri barnshafandi.

Perla Ruth sem hefur átt fast sæti í íslenska landsliðinu undanfarin ár mun því ekki leika meira með Framliðinu það sem eftir er af yfirstandandi keppnistímabili.

Mikið barnalán er í herbúðum Fram en Karen Knútsdóttir eignaðist nýverið barn og þá er Þórey Rósa Stefánsdóttir sömuleiðis með barni.