Fótbolti

Forseti Real vill fá bæði Neymar og Mbappe

Florentino Perez, forseti Real Madrid, var ekkert að skafa af því þegar hann var spurður að því hvor væri ofar á óskalista Real Madrid, Kylian Mbappe eða Neymar þegar hann sagðist vilja fá þá báða til liðs við Madrídinga.

Perez á blaðamannafundi Real Madrid í gær. Fréttablaðið/Getty

Florentino Perez, forseti Real Madrid, var ekkert að skafa af því þegar hann var spurður að því hvor væri ofar á óskalista Real Madrid, Kylian Mbappe eða Neymar þegar hann sagðist vilja fá þá báða til liðs við Madrídinga.

Perez svaraði spurningum blaðamanna í gær þegar Real tilkynnti það að Zinedine Zidane myndi taka við liðinu á ný, tíu mánuðum eftir að hafa hætt störfum. Santiago Solari hefur því lokið störfum fyrir félagið.

Meðal þess sem spænskir fjölmiðlar spurðu út í voru framtíðaráhorf Real á leikmannamarkaðnum og var Perez spurður út í sögusagnir um að Mbappe og Neymar, tveir dýrustu leikmenn sögunnar, væru á óskalista Real Madrid.

„Ég væri gjarnan til í að fá þá báða til Madrídar. Mbappe er franskur líkt og Zidane og kannski er hægt að nýta það eitthvað.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Lokapróf koma í veg fyrir að Agla María fari með til Suður-Kóreu

Fótbolti

Fimm breytingar á hópnum sem fer til Suður-Kóreu

Fótbolti

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Auglýsing

Nýjast

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Heimir og Aron Einar sameinaðir á ný í Katar

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Danielle fór á kostum í sigri Stjörnunnar

Hilmar keppir á lokamóti heimsbikarsins

Rúnar Már á förum frá Sviss í sumar

Auglýsing