Portúgalski knattspyrnustjórinn Vitor Pereira er nú talinn líklegast til þess að heilla Farhad Moshiri eiganda enska úrvalsdeildarfélagsins til þess að taka við keflinu af Rafael Benitez sem stjóri karlaliðs félagins.

Pereira, sem er 53 ára gamall, hefur áður verið orðaður við Everton en hann er án starfs eftir að hafa hætt störfum hjá Fenerbahce í Tyrklandi í desember síðastliðnum.

Everton fékk neikvætt svar frá belgíska knattspyrnusambandinu þegar félagið falaðist eftir kröftum Roberto Martinez en hann stýrir belgíska karlalandsliðinu.

Enskir fjölmiðlar segja að forráðamenn Everton hafi rætt við Frank Lampard og Wayne Rooney, fyrrverandi framherji Everton, komi einnig til greina.

Þá hefur nafni Ítalans Fabio Cannavaro verið kastað fram í umræðuna.

Duncan Ferguson var á hliðarlínunni þegar Everton laut í lægra haldi fyrir Aston Villa um nýliðna helgi. Everton hefur einungis haft betur í einum leik af síðustu 14 og situr í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 19 stig eftir 20 leiki.