Íslenski boltinn

Keflavík nældi í sitt fyrsta stig í rúma tvo mánuði

Grindavík kom sér upp í pakka liðanna sem berjast um að komast í Evrópudeild karla í knattspyrnu á næstu leiktið og Keflavík tryggði sér sitt fyrsta stig í Pepsi-deildinni síðan í upphafi júnímánuðar.

Valmir Berisha í baráttu við Anton Frey Hauks Guðlaugsson. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Fjölnir tapaði tveimur stigum í fallbaráttu Pepsi-deildar karla í knattspyrnu þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Keflavík í leik liðanna í 15. umferð deildarinnar á Extra-vellinum í Grafarvogi í kvöld. 

Keflavík var þarna að næla sér í sitt fyrsta stig í deildinni síðan í byrjun júní. Keflavík er á botni deildarinnar með fjögur stig og Fjölnir er í sætinu þar fyrir ofan með 14 stig. Fylkir er svo í næsta sæti fyrir ofan fallsæti með 15 stig.  

Grindavík jafnaði KR og FH að stigum í fjórða til sjötta sæti deildarinnar með 2-1-sigri gegn Víkingi suður með sjó. Liðin hafa nú hvert um sig 23 stig og eru í harðri baráttu um fjórða sætið sem gæti veitt þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.

Nemanja Latinovic skoraði fyrra mark Grindavíkur og Jose Sito það seinna. Arnþór Ingi Kristinsson klóraði í bakkann fyrir Víking sem er í seilingarfjarlægð frá fallsvæðinu með 18 stig í áttunda sæti deildarinnar. 

Igor Jugovic reynir að komast framhjá Lasse Rise. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Fram ræður þjálfara

Íslenski boltinn

Fylkir fær ungan og efnilegan markvörð

Íslenski boltinn

Skagamenn bæta við sig framherja

Auglýsing

Nýjast

Magnaður endasprettur skilaði Haukum sigri

Keflvíkingar niðurlægðu granna sína

Tindastóll og Njarðvík áfram með fullt hús

Öll íslensku liðin komin í úrslit

Frumraun LeBron með Lakers í nótt

Leikstjórnandi ÍR frá næstu vikurnar

Auglýsing