Íslenski boltinn

Keflavík nældi í sitt fyrsta stig í rúma tvo mánuði

Grindavík kom sér upp í pakka liðanna sem berjast um að komast í Evrópudeild karla í knattspyrnu á næstu leiktið og Keflavík tryggði sér sitt fyrsta stig í Pepsi-deildinni síðan í upphafi júnímánuðar.

Valmir Berisha í baráttu við Anton Frey Hauks Guðlaugsson. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Fjölnir tapaði tveimur stigum í fallbaráttu Pepsi-deildar karla í knattspyrnu þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Keflavík í leik liðanna í 15. umferð deildarinnar á Extra-vellinum í Grafarvogi í kvöld. 

Keflavík var þarna að næla sér í sitt fyrsta stig í deildinni síðan í byrjun júní. Keflavík er á botni deildarinnar með fjögur stig og Fjölnir er í sætinu þar fyrir ofan með 14 stig. Fylkir er svo í næsta sæti fyrir ofan fallsæti með 15 stig.  

Grindavík jafnaði KR og FH að stigum í fjórða til sjötta sæti deildarinnar með 2-1-sigri gegn Víkingi suður með sjó. Liðin hafa nú hvert um sig 23 stig og eru í harðri baráttu um fjórða sætið sem gæti veitt þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.

Nemanja Latinovic skoraði fyrra mark Grindavíkur og Jose Sito það seinna. Arnþór Ingi Kristinsson klóraði í bakkann fyrir Víking sem er í seilingarfjarlægð frá fallsvæðinu með 18 stig í áttunda sæti deildarinnar. 

Igor Jugovic reynir að komast framhjá Lasse Rise. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Ársmiðasala hefst á þriðjudaginn

Íslenski boltinn

Jón Þór hefur leik gegn Skotlandi

Íslenski boltinn

Gervigrasið á Víkingsvellinum klárt í júní

Auglýsing

Nýjast

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Öruggur Vals­sigur í Reykja­víkurs­lagnum gegn Fram

Segja Björn Daníel hafa samþykkt tilboð frá FH

Doherty hetja Úlfanna gegn Newcastle

Róbert Ísak raðar inn titlum

Heimir mættur til Katar

Auglýsing