Íslenski boltinn

Valur kreisti fram sigur í Víkinni

Valur lagði HK/Víking að velli með tveimur mörkum gegn einu í 13. umferð deildarinnar í kvöld. Stjarnan vann svo sömuleiðis 2-1-sigur þegar liðið heimsótti Grindavík.

Fanndís Friðriksdóttir skoraði mark Vals í leik liðsins gegn HK/Víkingi í kvöld. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Valur og Stjarnan fóru bæði með 2-1-sigra af hólmi í leikjum sínum í 13. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Valur bar sigurorð af HK/Víkingi á Víkingsvellinum í Fossvoginum og Stjarnan bar sigur úr býtum þegar liðið sótti Grindavík heim. 

Það blés raunar ekki byrlega fyrir Valskonur þar sem Karólína Jack kom HK/Víkingi yfir í upphafi leiksins. Fanndís Friðriksdóttir jafnaði hins vegar metin fyrir Val skömmu síðar með öðru deildarmarki sínu í fjórða leik sínum fyrir liðið. 

Það var svo Guðrún Karítas Sigurðardóttir sem tryggði Val sigurinn með marki þegar um það bil tíu mínútur voru eftir af leiknum. Guðrún Karítas kom inná sem varamaður einungis tveimur mínútum áður en hún skoraði sigurmarkið. 

Harpa Þorsteinsdóttir og Þórdis Hrönn Sigfúsdóttir kom Stjörnunni tveimur mörkum yfir, en Rio Hardy minnkaði muninn fyrir Grindavík. Þetta var áttunda mark Hörpu i deildinni í sumar og sjötta mark Hardy. 

Valur er í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig og er átta stigum á eftir Breiðablik sem trónir á toppi deildarinnar. Stjarnan er svo einu sæti neðar en Valur með stigi minna. 

Grindavík er í næstneðsta sæti deildarinnar með níu stig og er þremur stigum á eftir KR sem er í næsta sæti fyrir ofan fallsætin. HK/Víkingur er svo sætir ofar en KR með 13 stig og er fjórum stigum frá fallsæti. 

Leikmenn Vals fagna marki Fanndísar í leiknum gegn HK/Víkingi. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Gylfi og Sara Björk knatt­spyrnu­fólk ársins

Íslenski boltinn

KSÍ setur fleiri ársmiða í sölu

Íslenski boltinn

Valsmenn selja Pedersen til Moldavíu

Auglýsing

Nýjast

Fjórði sigur Hamranna í röð

Fékk nýjan samning í jólagjöf

Rodriguez með þrefalda tvennu

Eriksen kom Spurs til bjargar

Mæta Spáni í HM-umspili

City á toppinn eftir sigur á Gylfa og félögum

Auglýsing