Pep Guardiola staðfesti á blaðamannafundi í dag að hnémeiðsli Leroy Sane væru alvarleg og að hann yrði frá næstu 6-7 mánuðina.

Þýski sóknarmaðurinn fór meiddur af velli snemma leiks í leik Manchester City og Liverpool um Samfélagsskjöldinn á Wembley á dögunum.

Eftir að hafa verið orðaður við brottför frá félaginu í allt sumar er nú ljóst að Sane kemur ekkert við sögu fyrir áramót og líklegast ekki fyrr en í mars.

Sane fer undir hnífinn í næstu viku.