HM 2018 í Rússlandi

Pep finnur til með Tite fyrir HM

Pep Guardiola segir að Tite eigi ómögulegt verkefni framundan að velja á milli Gabriel Jesus og Roberto Firmino en hann segir að það verði alltaf einhverjir fjölmiðar ósáttir sama hver niðurstaðan er.

Guardiola ræðir við Jesus eftir leik í ensku úrvalsdeildinni í vor. Fréttablaðið/Getty

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að Tite eigi erfitt verkefni fyrir höndum að velja á milli Gabriel Jesus og Roberto Firmino.

Brasilíska landsliðið er talið meðal sigurstranglegustu liðanna á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar enda er byrjunarliðið og leikmannahópurinn í heimsklassa.

Ein af stóru ákvörðunum sem Tite þarf að taka er hvort að hann velji Jesus eða Firmino í fremstu víglínu en Pep segir að það verði alltaf gagnrýnt, sama í hvora áttina Tite fer.

„Það er hans ákvörðun en ekki mín að segja hvor á að byrja en þetta er erfitt mál, einhverjir fjölmiðlar munu alltaf vera ósáttir og segja að hinn hefði átt að spila. Brasilíska landsliðið er í frábærri stöðu að eiga tvo frábæra framherja.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Kroos gagnrýnir Özil: „Margt af þessu er kjaftæði“

HM 2018 í Rússlandi

KSÍ kynnir nýjan þjálfara á morgun

HM 2018 í Rússlandi

Mark Pavard gegn Argentínu kosið besta mark HM

Auglýsing

Nýjast

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Sigraði í ­bol til­einkuðum fórnarlömbum Nassar

Segir að þýska liðið óttist Ísland

Hópurinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi klár

Auglýsing