Sport

Pep finnur til með Tite fyrir HM

Pep Guardiola segir að Tite eigi ómögulegt verkefni framundan að velja á milli Gabriel Jesus og Roberto Firmino en hann segir að það verði alltaf einhverjir fjölmiðar ósáttir sama hver niðurstaðan er.

Guardiola ræðir við Jesus eftir leik í ensku úrvalsdeildinni í vor. Fréttablaðið/Getty

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að Tite eigi erfitt verkefni fyrir höndum að velja á milli Gabriel Jesus og Roberto Firmino.

Brasilíska landsliðið er talið meðal sigurstranglegustu liðanna á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar enda er byrjunarliðið og leikmannahópurinn í heimsklassa.

Ein af stóru ákvörðunum sem Tite þarf að taka er hvort að hann velji Jesus eða Firmino í fremstu víglínu en Pep segir að það verði alltaf gagnrýnt, sama í hvora áttina Tite fer.

„Það er hans ákvörðun en ekki mín að segja hvor á að byrja en þetta er erfitt mál, einhverjir fjölmiðlar munu alltaf vera ósáttir og segja að hinn hefði átt að spila. Brasilíska landsliðið er í frábærri stöðu að eiga tvo frábæra framherja.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Íslandi dugar jafntefli í dag

Handbolti

„Japan er á hár­réttri leið undir stjórn Dags“

Handbolti

Torsóttur sigur skilaði Íslandi úrslitaleik í dag

Auglýsing

Nýjast

Sjötti sigur Vals í röð

Spánn keyrði yfir Makedóníu í seinni hálfleik

Næsti bar­dagi Gunnars stað­festur: Fer fram í London

City að kaupa ungan króatískan miðjumann

Aron Einar að fá nýjan liðsfélaga frá Everton

Hilmar sigraði á heimsbikarmóti IPC í svigi í dag

Auglýsing