Sport

Pep finnur til með Tite fyrir HM

Pep Guardiola segir að Tite eigi ómögulegt verkefni framundan að velja á milli Gabriel Jesus og Roberto Firmino en hann segir að það verði alltaf einhverjir fjölmiðar ósáttir sama hver niðurstaðan er.

Guardiola ræðir við Jesus eftir leik í ensku úrvalsdeildinni í vor. Fréttablaðið/Getty

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að Tite eigi erfitt verkefni fyrir höndum að velja á milli Gabriel Jesus og Roberto Firmino.

Brasilíska landsliðið er talið meðal sigurstranglegustu liðanna á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar enda er byrjunarliðið og leikmannahópurinn í heimsklassa.

Ein af stóru ákvörðunum sem Tite þarf að taka er hvort að hann velji Jesus eða Firmino í fremstu víglínu en Pep segir að það verði alltaf gagnrýnt, sama í hvora áttina Tite fer.

„Það er hans ákvörðun en ekki mín að segja hvor á að byrja en þetta er erfitt mál, einhverjir fjölmiðlar munu alltaf vera ósáttir og segja að hinn hefði átt að spila. Brasilíska landsliðið er í frábærri stöðu að eiga tvo frábæra framherja.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Auka fjárframlög til kvennaboltans um helming

Enski boltinn

Segja að Raiola sé búinn að semja við Barcelona

Handbolti

Axel velur æfingahóp

Auglýsing

Nýjast

Bolt er með tilboð frá liði í Evrópu

Guardiola opinn fyrir því að þjálfa á Ítalíu

Ríkjandi meistarar fara í Sandgerði

Luke Shaw að fá nýjan samning

„Vildum sýna að leikurinn gegn Sviss var frávik“​

Sagan ekki glæsileg gegn Sviss

Auglýsing