Svo virðist sem margir af fremstu kylfingum í heimi verði á LIV mótaröðinni innan tíðar. Mótaröðin er umdeild vegna tengsla við Sádí Arabíu.

Nú virðist sem einn fremsti kylfingu í heimi, Cameron Smith hafi tekið ákvörðun um að semja við mótaröðinni. Með því að ganga í raðir LIV er leikmönnum bannað að spila á PGA mótaröðinni.

Cam Percy sem er golfari frá Ástralíu fullyrðir að Smith og Marc Leishman hafi samið við LIV og slíkt verði tilkynnt á næstunni. Liv mótaröðin borgar miklu meiri peninga en áður hafa sést í golfi.

Phil Mickelson, Bubba Watson, Dustin Johnson, Bryson DeChambeau, Brooks Koepka, Henrik Stenson og fleiri frábæri kylfingar hafa samið við LIV.

„Því miður þá hafa þeir samið við LIV," segir Percy við fjölmiðla í Ástralíu. Orðrómur um brottför Smith til LIV hefur lengi verið í gangi en hann vann opna breska mótið á dögunum sem er eitt af fjórum risamótunum í golfi.