Brasilíska fótboltagoðsögnin Pele er á batavegi eftir aðgerð sem hann undirgekkst nýverið en þar var æxli fjarlægt úr ristli hans.

Pele, sem er 80 ára gamall, var lagður inn á sjúkrahús á dögunum eftir að æxli fannst í ristli hans.

Sóknarmaðurinn fyrrverandi birti færslu á samfélagsmiðlum sínum í vikunni þar sem hann sagðist vera að jafna sig eftir aðgerðina.

Þá þakkaði hann vinum og fjölskyldu fyrir hlýjar kveðjur en hann tileinkaði færslu sína „góðum vini“ og söngvaranum Roberto Carlos, sem missti 52 ára son sinn úr krabbameini í gær.

„Ég mun mæta þessum leik með bros á vör, mikla bjartsýni og lífsgleði,“ sagði Pele, sem varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíu á ferli sínum.

Pele er markahæsti leikmaður Brasilíu allra tíma og einn af aðeins fjórum leikmönnum sem hafa skorað á fjórum heimsmeistaramótum.