Sport

Pearce og Waddle skúrkarnir síðast

England er að leika í undanúrslitum í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla í fyrsta skipti síðan árið 1990 þegar liðið mætir Króatíu í Moskvu í kvöld. Þá tapaði liðið fyrir Vestur-Þjóðverjum sem urðu svo heimsmeistarar eftir vítapsyrnukeppni.

Chris Waddle skýtur hér yfir mark Vestur-Þjóðverja. Fréttablaðið/Getty

Það eru 28 ár síðan England lék síðast til undanúrslita á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, en liðið lék þá gegn Vestur-Þýskalandi á mótinu sem fram fór í Ítalíu. 

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1, en Andreas Brehme sem lék á þeim tíma með Inter Milan kom Vestur-Þjóðverjum yfir í leiknum og Gary Linekeker, þáverandi leikmaður Tottenham Hotspur, jafnaði metin fyrir enska liðið. 

Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti vítaspyrnukeppni til þess að knýja fram úrslit. Þar voru það Stuart Pearce, leikmaður Nottingham Forrest, annars vegar og Chris Waddle, sem var á mála hjá franska liðinu Marseille á þeim tímapunkti hins vegar sem klúðruðu sínum vítaspyrnu. 

Bodo Illgner sem varði mark Kölnar og síðar Real Madrid varði víti Pearce, en Waddle skaut hins vegar boltanum yfir mark vestur-þýska liðsins og England þar af leiðandi úr leik. 

Sex árum síðar féll liðið úr leik fyrir Þýskalandi í undanúrslitum á Evrópumótinu sem haldið var í Englandi árið 1996, en þá brenndi Gareth Southgate, núverandi þjálfari Englands, af lokapyrnu enska liðsins í vítaspyrnukeppninni sem varð til þess að enska liðið var slegið úr leik. 

England mætir Króatíu á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu klukkan 20.00 í kvöld og getur þar komist í úrslit mótsins í fyrsta skipti síðan liðið varð heimsmeistari á heimavelli árið 1966. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Handbolti

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Auglýsing

Nýjast

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Mourinho ósáttur að þurfa að leika á gervigrasi í Sviss

Ramos vill fá meistarahringa frekar en medalíur

Auglýsing