Samkvæmt heimildum íþróttadeildar Fréttablaðsins hefur körfuboltadeild Vals náð samkomulagi við landsliðsmanninn Pavel Ermolinski leikmann KR um að leika með Hlíðarendarliðinu á næsta keppnistímabili.

Ekki hefur verið tilkynnt um það hvar Pavel sem hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari með KR muni leika á næstu leiktíð en ljóst er að þetta yrði hvalreki fyrir Val sem hafnaði í níunda sæti Domino´s-deildarinnar síðasta vetur ef félagaskiptin verða að veruleika.

KR-ingar sem stefna að því að verða Íslandsmeistarar sjöunda árið í röð næsta vor hafa verið stórtækir á leikmannamarkaðnum í sumar en til liðsins hafa gengið Jakob Orri Sigurðarson, Matthías Orri Sigurðarson og Brynjar Þór Björnsson.

Þá framlengdi Kristófer Acox sem var valinn besti leikmaður deildarinnar eftir síðasta tímabil samning við Vesturbæjarliðið nýverið.