Patrik Sigurður Gunnarsson og Stefán Teitur Þórðarson missa af leikjum liða sinna í dönsku B-deildinni í knattspyrnu karla íd dag þar sem þeir eru komnir í sóttkví.

Fyrr í dag kom í ljós að Elías Rafn Ólafsson greindist með kórónaveiruna eftir að hafa snúið til baka til Danmerkur frá leik Íslands og Lúxemborgar í undankeppni EM 2021.

Patrik Sigurður sem er á láni hjá Viborg frá Brentford og Stefán Teitur sem gekk til liðs við Silkeborg frá ÍA um síðustu mánaðamóti voru settir í sóttkví vegna smits liðsfélaga þeirra hjá landsliðinu.