Handbolti

Patrekur hóf mótið með sigri

Patrekur Jóhannesson stýrði Austurríki til sigurs í fyrsta leik liðsins á heimsmeistaramótinu i handbolta karla.

Patrekur Jóhannesson á hliðarlínunni í leiknum í dag .

Austurríki hóf heimsmeistarmótið í handbolta karla með 29-22 sigri í leik sínum gegn Sádi-Arabíu í kvöld. Þetta var fyrsti leikur liðanna í C-riðli mótsins.

Leikmenn Austurríkis höfðu yfirhöndina allan leikinn, en staðan í hálfleik var 15-9 Austurríkismönnum í vil og lærisveinar Patreks Jóhannessonar fóru að lokum með sjö marka sigur af hólmi. 

Danmörk vann sannfærandi sigur gegn Síle þegar liðin mættust í fyrsta leik riðilsins í gær og Noregur tekur á móti Túnis í kvöld. 

Næsti leikur Austurríkis er gegn Síle á morgun og þá mætast Noregur og Sádi-Arabía og Danmörk og Túnis síðar sama dag. 

Patrekur stýrði Austurríki í dag í sínum 100. leik og fékk í tilefni þess glæsilega köku frá austurríska handboltasambandinu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Frakkar reyndust númeri of stórir fyrir Ísland

Handbolti

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Handbolti

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Winks bjargaði Tottenham gegn Fulham

Hannes Þór með veglegt tilboð frá Valsmönnum

City með öruggan sigur á Huddersfield

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Góð frammistaða dugði ekki til gegn Þýskalandi

Auglýsing