Patrekur Stefánsson skrifaði í gærkvöldi undir tveggja ára samning við handboltadeild KA. Patrekur sem verður 24 ára á árinu er öflugur leikstjórnandi sem lék áður með Akureyri Handboltafélagi en Patrekur er uppalinn hjá KA.

Á síðasta tímabili var hann einn markahæsti leikmaður Akureyrar í Olís deildinni sem og tímabilið áður er liðið tryggði sér sæti í Olís deildinni.

Hann er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við KA eftir að síðustu leiktíð lauk en liðið var nýliði í Olís-deildinni síðasta vetur og hélt sæti sínu í deildinni.

Daníel Örn Griffin gekk til liðs við KA-menn frá ÍBV fyrr í sumar en liðið mun áfram leika undir Stefáns Árnasonar sem fékk Jónatan Magnússon inn í þjálfarateymi sitt í vor.