Patrekur Andrés Axelsson, spretthlaupari úr FH, bætti sig töluvert á síðasta móti vetrarins sem fram fór í Kaplakrika í dag.

Patrekur Andrés hljóp 60 metra á 7,87 sekúnudm en hann átti best áður 7,94 sekúndur.

Þá hljóp hann 200 metra á 25,13 sekúndum en besti tími hans í þeirri grein var 25,56 sekúndur

Að lokum bætti þessi spretthlauparinn sig um rúmar tveir sekúndur í 400 metra hlaui. Þar hafði hann áður hlaupið hraðast á 59,08 sekúndum en í dag hljóp hann á 56,85 sekúndum.

Tími Patreks Andrésar í 400 metra hlaupinu er undir Ólympiuviðmiði en hann þarf að hlaupa þá grein utandyra með aðstoðarmanni til þess að fá gildan tíma sem færir honum farseðil á Ólympíuleikana sem fram fara í Tókýó í ágúst.