Spretthlauparinn Patrekur Andrés Axelsson setti í dag Íslandsmet í 400 metra hlaupi á tímanum en hann hljóp á tímanum 56,95 sekúndum.

Sá tími er undir Ólympíulágmarki eða svokölluðum MQS (Minimum qualification standard) fyrir Ólympíuleika fatlaðra sem fram fara í Tókýó í Japan í ágúst seinna á þessu ári.

Patrekur Andrés er þar af leiðandi kominn inn á styrkleikalista fyrir leikana.

Tímarnir á listanum eru svo reiknaðir út frá stigum og Patrekur Andrés getur aukið líkur á því að komast til Tókýó með því að halda áfram að bæta tímann sinn.