James Madd­i­son, Ayoze Perez og Hamza Choudhury mættu aftur til æfinga með Leicester City í dag eftir að hafa verið settir í skammarkrókinn fyrir að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að mæta í fjölmennt partý.

Auk þess að hafa ekki fengið að æfa með liðinu síðustu dagana voru þeir ekki í leikmannahópi Leicester City þegar liðið laut í lægra haldi fyrir West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla um helgi.

Um var að ræða mikilvægan leik í baráttunni um sæti í Meist­ara­deild Evr­ópu á næsta keppnistímabili.

„Hegðun þeirra olli mér miklum vonbriðgum en við höfum hins vegar afgreitt þetta mál og horfum nú fram á veginn. Þeir koma aftur inn í hópinn fyrir leikinn um komandi helgi," sagði Brendan Rod­gers, knattspyrnustjóri Leicester City, á blaðamannafundi en Leicester City etur kappi við Southampton í undanúrslitum enska bikarkeppninni á sunnudaginn kemur.