Afturelding mun mæta til leiks í Olísdeild kvenna og karla í handbolta með spánýtt parket á heimavelli sínum í íþróttamiðstöðinni að Varmá.

Þannig hefur græni dúkurinn sem var kominn vel til ára sinna verið fjarlægður og í hans stað komið glæsilegt parket. Þetta er kærkomði fyrir Mosfellinga sem hafa kallað eftir þessari bragarbót í þó nokkurn tíma.

Kvennalið félagsins verður nýliði í Olís-deildinni á komandi keppnistímabili en liðið fær ÍBV í heimsókn í fyrstu umferð deildarinnar laugardaginn 14. september. Karlaliðið hefur hins vegar leik í Olís-deildinni með því að mæta KA að Varmá.

Myndir af salnum eftir breytingarnar má sjá hér að neðan: