Fótbolti

PAOK búið að bjóða í Sverri Inga

Grískir fjölmiðlar fullyrða að PAOK sé búið að leggja fram tilboð í landsliðsmiðvörðinn Sverri Inga Ingason sem leikur með Rostov í Rússlandi.kristinn

Sverrir í leik með Íslandi gegn Belgíu síðasta haust.

Grískir fjölmiðlar fullyrða að PAOK sé búið að leggja fram tilboð í landsliðsmiðvörðinn Sverri Inga Ingason sem leikur með Rostov í Rússlandi.

Samkvæmt heimildum SDNA er PAOK tilbúið að greiða fjórar milljónir evra fyrir Sverri Inga sem samdi við Rostov sumarið 2017.

Sverrir hefur verið í lykilhlutverki hjá Rostov þar sem hann hefur leikið við hlið Ragnars Sigurðssonar í Rússlandi.

Þar áður hefur Sverrir leikið með Granada á Spáni, Lokeren í Belgíu og Viking í Noregi á atvinnumannaferlinum.

PAOK sem lenti í öðru sæti grísku deildarinnar í fyrra hefur tvívegis orðið grískur meistari, síðast árið 1985.

Þá á hann að baki 26 leiki fyrir hönd Íslands.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Fótbolti

Elías Rafn etur kappi við Man.Utd

Fótbolti

„Ronaldo á bara þrjá Evróputitla“

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Auglýsing