Ís­lenski lands­liðs­maðurinn í knatt­pyrnu, Hörður Björg­vin Magnús­son hefur rætt við for­ráða­menn gríska úr­vals­deildar­liðsins Pan­at­hinai­kos um að ganga til liðs við fé­lagið. Frá þessu greina fjöl­miðlar í Grikk­landi.

Hörður Björg­vin er án fé­lags eftir að hafa yfir­gefið rúss­neska fé­lagið CSKA Moskva.

Panathinaikos leitar að arftaka Fran Veleth og er Hörður talinn hafa alla þá kosti sem knattspyrnustjóri liðsins Ivan Jovanovic leitar eftir í þeim arftaka. Samkvæmt frétt Sport24 í Grikklandi er talið að Herði verði boðinn þriggja ára samningur hjá félaginu.

Hann yrði annar Ís­lendingurinn til þess að spila fyrr Pan­at­hinai­kos ef af fé­lagskiptunum verður, á eftir Helga Sigurðs­syni.

Pan­at­hinai­kos er eitt af stóru liðunum í Grikk­landi og endaði í 5. sæti grísku úr­vals­deildarinnar á síðasta tíma­bili.

Hörður var á mála hjá CSKA frá árinu 2018 en hann á einnig að baki tíma­bil með Bristol City og ítölsku fé­lögunum Spezia og Juventus.

Þá hefur hann leikið 41 A-lands­leik fyrir Ís­lands hönd og skorað tvö mörk í þeim leikjum.