Vinkonur og skyldmenni Margrétar Láru Viðarsdóttur, markahæsta leikmanns í sögu íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, gæsuðu hana um nýliðna helgi en Margrét Lára mun giftast unnusta sínum Einari Erni Guðmundssyni í sumar.

Margrét Lára fór í sveitaferð með gæsahópnum þar sem farið var í ýmsa afþreyingu bæði á sjó og landi. Lokahnykkur kvöldsins var svo þegar söngvarinn og gleðigjafinn Páll Óskar Hjálmtýsson mætti á svæðið og söng mannskapinn í stuð.

Páll Óskar var leynigestur þegar gleðskapurinn stóð sem hæst og vakti koma hans, nærvera og frammistaða hans mikla lukku hjá viðstöddum.

Skórnir fóru upp í hillu hjá Margréti Láru síðasta haust en hún kvaddi sem Íslandsmeistari með Val. Margir af liðsfélögum hennar í Valsliðinu voru í gæsahópnum sem sjá má hér að neðan.