Crystal Palace vann 2-1 sigur á West Ham eftir að hafa lent undir snemma fyrri hálfleiks og lyfti sér með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar.

Sebastian Haller kom West Ham yfir í upphafi seinni hálfleiks en Patrick van Aanholt jafnaði metin af vítapunktinum stuttu síðar.

Skömmu fyrir leikslok kom Jordan Ayew boltanum í netið og skoraði sigurmarkið fyrir Crystal Palace eftir góða sendingu frá Martin Kelly.

Markið var í fyrstu flaggað af vegna rangstæðu en eftir notkun myndbandsdómgæslu fékk markið að standa.