Ef rýnt er í 26 leikina sem hafa farið fram í ensku úrvalsdeildinni árið 2019 kemur í ljós að aðeins Manchester City, Liverpool og Arsenal hafa fengið fleiri stig en Crystal Palace.

Eftir átta umferðir af tímabilinu er Crystal Palace óvænt í sjötta sæti deildarinnar með fjórtán stig, tveimur stigum á eftir Manchester City.

Í ársbyrjun var Crystal Palace að gæla við fallbaráttuna en Roy Hodson tókst að snúa gengi liðsins við og vann Palace helming leikja sinna eftir áramót (9/18) í úrvalsdeildinni.

Velgengi síðasta vors hefur haldið áfram og er uppskera Crystal Palace á þessu ári 44 stig í 26 leikjum, aðeins Arsenal (47), Liverpool (67) og Manchester City (67) hafa náð í fleiri stig en Palace.

Chelsea (43) og Manchester United (40) koma næst á eftir Palace en Tottenham (37) er með sama stigafjölda og Burnley og West Ham eftir áramót.