Fótbolti

Pabbi Neymar segir hann ekki á förum frá PSG

Faðir brasilísku stórstjörnunnar Neymar segir að það sé ekkert til í sögusögnum um ósætti sonar síns hjá Paris Saint Germain en spænskir fjölmiðlar hafa greint frá ósætti og orðað hann við Real Madrid og Barcelona undanfarna daga.

Neymar eldri og Neymar yngri fylgjast með leik PSG fyrr í vetur. Fréttablaðið/Getty

Pabbi brasilísku stórstjörnunnar Neymar segir að það sé ekkert til í sögusögnum um ósætti sonar síns hjá Paris Saint Germain en spænskir fjölmiðlar fóru í vikunni að birta sögur sem sögðu að brasilíski landsliðsmaðurinn væri óánægður í herbúðum Parísarliðsins.

Neymar er á sínu fyrsta tímabili hjá PSG en hann er meiddur þessa dagana eftir að hafa brotið bein í fæti í leik á dögunum. Fór hann í aðgerð í Brasilíu og missti af seinni leik PSG gegn Real Madrid þar sem franska liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu á dögunum.

Katalónskir miðlar hafa sagt sögur af því að Neymar vilji komast aftur til Barcelona en blöð hliðholl Real Madrid segja hann vera með augastað á Madrídingum. Töluðu bæði blöðin um að honum liði illa í París og að honum hefði mistekist að vingast við leikmenn liðsins.

Fyrir vikið var blásið til blaðamannafundar í Brasilíu þar sem pabbi Neymar og stjórnarformaður PSG voru mættir til að binda endi á umræðuna um að Neymar væri á förum.

„Neymar er bjartsýnn á framtíðina hjá PSG, hann reynir að einblína á hvern dag en hann er ekkert á förum,“ sagði pabbi hans og stjórnarformaður PSG, Nasser Al-Khelaifi, tók í sömu strengi.

„Neymar er mjög ánægður hjá PSG, hann er metnaðargjarn og er óþolinmóður að komast aftur út á völl. Hann mun gera hvað sem er til að komast sem fyrst aftur inn á völlinn.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Segja Neymar vilja losna frá PSG sem fyrst

Fótbolti

Neymar vill komast aftur til Barcelona

Fótbolti

Marcelo telur Neymar muni spila fyrir Real Madrid

Auglýsing

Nýjast

Ágætis byrjun hjá Arnari og Eiði

Andorra sýnd veiði en ekki gefin

Króatar í basli gegn Aserbaídsjan

Stjarnan og Njarðvík unnu fyrstu leikina

Næstu Ólympíu­leikar þeir síðustu hjá Si­mone Biles

Rooney heldur með Man City í titilbaráttunni

Auglýsing