Gunnar Nel­son mætir Bry­an Bar­berena í bar­daga­búrinu á vegum UFC í O2-höllinni í London á laugar­daginn kemur. Í að­draganda bar­dagans er Gunnari fylgt eftir í YouTu­be þátta­röðinni The Grind.

Gunnar er nú mættur til London, byrjaður að létta sig fyrir bar­dagann og halda flæðinu gangandi. Að auki hefur hann ýmsum fjöl­miðla­skyldum að gegna sem bar­daga­maður UFC og sat meðal annars fyrir svörum á blaða­manna­fundi í gær.

Í nýjasta þætti The Grind stígur Gunnar á vigtina á hótelinu sem hann dvelur á á­samt sínu teymi og vó hann þá tæp 82 kíló.

„Pabbi er svo þægi­legur núna, hann er búinn að vera kúka í sig úr stressi,“ sagði Gunnar við mynda­vélina eftir að hafa stigið á vigtina og átti þar við stress föður síns yfir því hversu þungur Gunnar væri fyrir bar­dagann og niður­skurðinn fyrir UFC vigtunina á morgun.

Gunnar endaði gær­daginn á því að taka létta æfingu í að­stöðu London Grapp­le og þar tjáði Matt­hew Miller, glímu­þjálfarinn hans, sig um standið á Gunnari.

„Gunnar er einn mesti fag­maður sem þú finnur í heimi blandaðra bar­daga­lista. Með þennan trausta grunn sem hann byggir á kemur hann alltaf með nýjar hug­myndir til þess að þróa sig út frá þessum grunni fyrir hvern einasta bar­daga. Hann verður því alltaf sí­fellt sterkari.“

Dvöl Gunnars í Dublin í að­draganda þessa bar­daga, þar sem að hann æfði meðal annars með Bella­tor meistaranum Yar­oslav Amos­ov hafi veitt honum nýjan inn­blástur og hug­myndir.

„Við náum að vinna þær á­fram og með­taka nýjar tækni­legar út­færslur sem við getum notað í bar­daganum.“

Annan þátt The Grind má sjá hér fyrir neðan: