Þjóðverjinn Mesut Özil, leikmaður Arsenal, ætlar ekki að fara sjálfviljugur frá Arsenal.

Eftir að hann skrifaði undir risasamning í janúar 2018 sem tryggir honum 350 þúsund pund á viku hefur hann lítið fengið að sýna listir sínar og er yfirleitt geymdur á bekknum eða jafnvel utan hóps. Þjóðverjinn sagði í viðtali við The Atletic að hann elskaði Arsenal og London væri hans heimili.

„Hlutirnir hafa verið erfiðir en ég elska Arsenal. Svona hlutir gera mig ekki veikari heldur aðeins sterkari. Ég ákveð hvenær ég fer, ekki annað fólk,“ sagði Özil. Orðrómur hefur gengið um að hann sé á leið frá félaginu.