Knattspyrnuframherjinn fyrrverandi Michael Owen sem lék meðal annars með Newcastle United á ferli sínum hefur valdið usla með ævisögu sinni sem kom út fyrr í þessari viku.

Owen sagði þar meðal annars að hann hafi ekki viljað fara til Newcastle United þegar hann gekk til liðs við félagið og hann hafi á þeim tíma sem hann var á mála hjá félaginu hugsað stöðugt um það að hætta knattspyrnuiðkun.

Þessi ummæli hafa farið illa í stuðningsmenn Newcastle United og Alan Shearer sem var knattspyrnustjóri liðsins um skeið á meðan Owen lék þar hefur gagnrýnt hann harðlega.

Nú hefur Senegalinn Mohamed Diamé blandað sér í umræðuna og lagt hvöss örð í belg á twitter-síðu sinni. Þar segir hann Owen einfaldlega að fokka sér.