Paul Pogba, leikmaður Juventus og franska landsliðins, fer undir hnífinn í vikunni vegna hnémeiðsla sem hafa verið að plaga hann undanfarna mánuði.

Óvíst er hvort að Pogba verði búinn að ná sér í tæka tíð fyrir HM í knattspyrnu sem fer fram í Katar í vetur.

Pogba kenndi sér meins á æfingu Juventus og var því ákveðið að hann færi í aðgerð. Að sögn Massimiliano Allegri, þjálfara Juventus, er talið að hann komi ekki inn í leikmannahópinn fyrr en í janúar.

Franski miðjumaðurinn skoraði eitt af fjórum mörkum Frakka í úrslitaleik HM árið 2018. Fyrsti leikur Frakka er gegn Ástralíu þann 22. nóvember.