Enski boltinn

Óvíst hvenær Agüero snýr aftur

Sergio Agüero, markahæsti leikmaður Englandsmeistara Manchester City á tímabilinu, er meiddur og óvíst er hvenær hann snýr aftur á völlinn.

Agüero hefur skorað 30 mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Fréttablaðið/Getty

Sergio Agüero, leikmaður Manchester City, gæti verið búinn að leika sinn síðasta leik á þessu tímabili.

Argentínumaðurinn er nýbúinn í aðgerð á hné og ekki liggur fyrir hvenær hann getur snúið aftur á völlinn. Líklegra en ekki er að hann hafi lokið leik á tímabilinu.

„Ég veit ekki hvort hann verður klár fyrir leikinn gegn Swansea [22. apríl] en vonandi verður hann klár fyrir síðustu leikina, ef við þurfum á honum að halda, og svo HM,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City.

City varð Englandsmeistari í fimmta sinn um helgina. Liðið á fimm leiki eftir í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Agüero er markahæsti leikmaður City í vetur með 30 mörk í öllum keppnum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Aron Einar meiddur á hné og ökkla

Enski boltinn

Stærsti sigur Crystal Palace í efstu deild

Enski boltinn

Aron Einar meiddur

Auglýsing

Nýjast

Bayern sótti þrjú stig til Grikklands

Lið Man United festist aftur í umferðarteppu

Sendu treyjur til Malawaí handa munaðarlausum

„Gríska liðið er í kynslóðaskiptum eins og við“

Ólíklegt að Usain Bolt semji við ástralska liðið

„Ekki tilbúnir til að vinna Meistaradeildina“

Auglýsing