Ómar Smára­son, deildar­stjóri sam­skipta­deildar KSÍ stað­festir í sam­tali við Frétta­blaðið að verið sé að skoða aðra velli í tengslum við úr­slita­leik Lett­lands og Ís­lands í Eystra­salts­bikarnum á morgun. Ís­lenska lands­liðið gat ekki klárað æfingu á leik­vanginum í D­augava í Lett­landi fyrr í dag vegna ó­við­unandi á­stands á vellinum sjálfum.

Knatt­spyrnu­sér­fræðingurinn Hjör­var Haf­liða­son, setti fram færslu á sam­fé­lags­miðlinum Twitter fyrir skömmu þar sem hann sagði ís­lenska lands­liðið neita að spila úr­slita­leikinn við Letta á vellinum í D­augava þar sem hann væri ekki leik­hæfur.

Ómar segir ekki búið að slá það af borðinu að spilað verði á um­ræddum velli en að á þessari stundu sé verið að skoða aðra kosti í stöðunni. Ekkert væri hins vegar á­kveðið í þessum efnum.

„Við erum að skoða mögu­leikana sem eru í boði, hvort það sé eitt­hvað annað í boði. Við æfðum í morgun og kláruðum ekki æfingu vegna þess að vallar­að­stæður voru erfiðar."

Úr­slita­leikur Lett­lands og Ís­lands í Eystra­salts­bikarnum hefst klukkan 14:00 á morgun, hvar hann fer fram á eftir að koma endan­lega í ljós.