Enski boltinn

Óvænt hetja á Selhurst Park

Tottenham bar sigur úr býtum með einu marki gegn engu þegar liðið mætti Crystal Palace í síðasta leik dagsins 12. umferð ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla.

Juan Foyth fagnar marki sínu fyrir Tottenham Hotspur gegn Crystal Palace í kvöld. Fréttablaðið/Getty

Juan Foyth stimplaði sig inn í lið Tottenham með því að skora sigurmark liðsins í 1-0 sigri liðsins gegn Crystal Palace í leik  liðanna í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í kvöld. 

Foyth sem var að leika sinn annan deildarleik fyrir Tottenham Hotspur skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið þegar hann skallaði boltann í markið af stuttu færi. 

Tottenham Hotpsur er í fjórða sæti deildrinnar með 27 stig eftir þennan sigur, en liðið hefur jafn mörg stig og Chelsea og Liverpool sem eru í sætunum fyrir ofan. Manchester City trónir svo á toppi deildarinnar með 29 stig. 

Crystal Palace er hins vegar í 16. sæti deildarinnar með átta stig, en liðið hefur jafn mörg stig og Southampton og Cardiff City sem eru í sætunum fyrir neðan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

VAR tekið upp á Englandi

Enski boltinn

Fellaini lét hárið fjúka

Enski boltinn

Ranieri tekur við Fulham

Auglýsing

Nýjast

Erik á­nægður með frammi­stöðuna gegn Belgum

Aron Einar: „Við getum verið ágætlega stoltir“

Tap fyrir bronsliðinu í Brussel

Kári þarf að fara í aðgerð

Sjö breytingar frá síðasta leik

Alfreð kominn með 300 sigra

Auglýsing