Enski boltinn

Óvænt hetja á Selhurst Park

Tottenham bar sigur úr býtum með einu marki gegn engu þegar liðið mætti Crystal Palace í síðasta leik dagsins 12. umferð ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla.

Juan Foyth fagnar marki sínu fyrir Tottenham Hotspur gegn Crystal Palace í kvöld. Fréttablaðið/Getty

Juan Foyth stimplaði sig inn í lið Tottenham með því að skora sigurmark liðsins í 1-0 sigri liðsins gegn Crystal Palace í leik  liðanna í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í kvöld. 

Foyth sem var að leika sinn annan deildarleik fyrir Tottenham Hotspur skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið þegar hann skallaði boltann í markið af stuttu færi. 

Tottenham Hotpsur er í fjórða sæti deildrinnar með 27 stig eftir þennan sigur, en liðið hefur jafn mörg stig og Chelsea og Liverpool sem eru í sætunum fyrir ofan. Manchester City trónir svo á toppi deildarinnar með 29 stig. 

Crystal Palace er hins vegar í 16. sæti deildarinnar með átta stig, en liðið hefur jafn mörg stig og Southampton og Cardiff City sem eru í sætunum fyrir neðan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Higuain færist nær Chelsea

Enski boltinn

Spurs selur Dembélé til Kína

Enski boltinn

City að kaupa ungan króatískan miðjumann

Auglýsing

Nýjast

Æfingar hafnar á La Manga

Felix Örn aftur til Vestmannaeyja

Sigur gæti fleytt Patreki í milliriðil

Gott gengi gegn Makedóníu

Tímamótaleikur hjá Arnóri Þór gegn Makedóníu

Harden með 115 stig í síðustu tveimur leikjum

Auglýsing