Ísland er fyrir leikinn í 2. sæti síns riðils með 6 stig þegar að þrjá leiki en á tvo leiki til góða á topplið Hollands sem er með 11 stig eftir fimm leiki.

Ísland og Kýpur mættust fyrir rúmum mánuði síðan á Laugardalsvelli og þá vann Ísland 5-0 sigur. Fyrir fram ætti sigur í leik morgundagsins að vera formsatriði en Þorsteinn hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn verði kærulausir. ,,Nei ég held að allir skiilji mikilvægi leiksins. Ég tel okkur ekki þurfa að vera með einhverjar sérstakar aðferðir til að koma þeim í gang. Held að það skilji allir að þessi leikur er jafn mikilvægur og allir aðrir," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands á blaðamannafundi í dag.

Hann sér fyrir sér að kýpverska liðið verði þétt varnarlega séð. ,,Liðið liggur mjög langt niðri ég held að það sé alveg öruggt. við þrufum að stýra leiknum vel, vera góð á boltanum og vera góð að pressa án bolta."

Ísland er í góðri stöðu í riðlinum, þá sérstaklega eftir jafntefli Hollands og Tékklands, hinna liða riðilsins sem eru talin berjast um laust sæti á HM. ,,Þetta snýst um að við viljum vera í bílstjórasætinu og stjórna okkar árangri í riðlinum algjörlega. Við erum enn í þeirri stöðu að ef við gerum okkar hluti vel þá endum við í góðu sæti," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á blaðamannafundi í dag.