Lögregluyfirvöld í Northamptonshire eiga von á því að mótmælendur reyni að brjóta sér leið inn á Silverstone brautina þegar keppni helgarinnar í Formúlu 1 fer fram um helgina.

Síðast þegar keppnin fór fram í Bretlandi með áhorfendum náðu mótmælendur að brjóta sér leið inn á brautina.

„Samkvæmt heimildum okkar er hópur mótmælenda búinn að skipuleggja að trufla kappakstur helgarinnar með því að brjóta sér leið inn á brautina. Við biðlum til þeirra að gæta þess að stofna ekki lífi sínu eða annarra í hættu. Að brjóta sér leið inn á kappakstursbraut er afar hættulegt.“

Fjórir einstaklingar voru handteknir árið 2020 þegar þeir komust inn á kappaksturbrautina en lögreglan verður með aukinn viðbúnað um helgina.