Aðeins tveir greindust með COVID-19 í skimunum ensku úrvalsdeildarinnar í síðustu viku og fjögur tilfelli hafa fundist undanfarnar tvær vikur.

Undir lok mars er fyrsta landsleikjahlé þessa árs þar sem leikmenn ferðast víðsvegar um heiminn. Í síðasta landsleikjahléi smitaðist meðal annars Mohamed Salah, leikmaður Liverpool.

Leikmenn sem fara í landsliðsverkefni gætu þurft að fara í sóttkví ef ekki tekst að semja við bresk stjórnvöld um undanþágu við komuna til landsins.

„Ég veit að það er þörf á æfingarleikjum fyrir Evrópumótið í sumar, það er eðlilegt en útgöngubannið sem liðin eru í þessa dagana er ástæðan fyrir því hversu vel hefur gengið að halda faraldrinum niðri hjá liðum deildarinnar. Um leið og leikmenn fara úr landi er erfitt að fylgjast með þessu og tryggja öryggi leikmannna. Betra væri ef hægt væri að gæta öryggis þeirra til enda tímabilsins.“