Þýska lands­liðið féll, öllum að ó­vörum, úr leik í riðla­keppni Heims­meistara­mótsins í Katar sem nú stendur yfir. Flestir bjuggust við því að Þýska­land færi upp úr sínum riðli með Spán­verjum en auk þessara þjóða voru Japan og Kosta-Ríka einnig í riðlinum.

Á endanum voru það Japan og Spánn sem fóru upp úr riðlinum, sigur Þýska­lands gegn Kosta-Ríka í gær dugði ekki til og segist Jos­hua Kimmich, leik­maður þýska lands­liðsins að um versta dag hans, á knatt­spyrnu­ferlinum, sé að ræða .

Kimmich fór á dýptina í við­tali við Sport 1 eftir leik gær­kvöldsins þar sem hann sagðist óttast af­leiðingar þess að hann á­samt þýska lands­liðinu er dottinn út af HM.

,,Ég hræddur um að ég muni lenda í holu núna. Þetta fær mann til þess að hugsa hvort von­brigðin séu manni sjálfum að kenna."

Kimmich byrjaði að spila með A-lands­liði Þýska­lands árið 2016 og hann er ekki á­nægður með stöðuna.

,,Það að vera nú tengdur við von­brigði er ekki eitt­hvað sem ég vil standa fyrir."