Þýska landsliðið féll, öllum að óvörum, úr leik í riðlakeppni Heimsmeistaramótsins í Katar sem nú stendur yfir. Flestir bjuggust við því að Þýskaland færi upp úr sínum riðli með Spánverjum en auk þessara þjóða voru Japan og Kosta-Ríka einnig í riðlinum.
Á endanum voru það Japan og Spánn sem fóru upp úr riðlinum, sigur Þýskalands gegn Kosta-Ríka í gær dugði ekki til og segist Joshua Kimmich, leikmaður þýska landsliðsins að um versta dag hans, á knattspyrnuferlinum, sé að ræða .
Kimmich fór á dýptina í viðtali við Sport 1 eftir leik gærkvöldsins þar sem hann sagðist óttast afleiðingar þess að hann ásamt þýska landsliðinu er dottinn út af HM.
,,Ég hræddur um að ég muni lenda í holu núna. Þetta fær mann til þess að hugsa hvort vonbrigðin séu manni sjálfum að kenna."
Kimmich byrjaði að spila með A-landsliði Þýskalands árið 2016 og hann er ekki ánægður með stöðuna.
,,Það að vera nú tengdur við vonbrigði er ekki eitthvað sem ég vil standa fyrir."
Joshua Kimmich: "This was the worst day of my career. I'm afraid I'll fall into a hole. It makes you think that these failures are connected to my person", told @Sport1. 🇩🇪 #Qatar2022
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 2, 2022
"I joined in 2016, so being associated with failure is not something you want to stand for". pic.twitter.com/iGqzJdEnWh