Knattspyrnudeild Víkings hefur komist að samkomulagi við Venezia um félagaskipti Óttars Magnúsar Karlssonar, en Feneyjarliðið spilar í næstefstu deild á Ítalíu.

Óttar Magnús er uppalinn Víkingur en hann kom aftur heim í Fossvoginn úr atvinnumennsku síðastliðinn sumar og átti stóran þátt í því þegar Víkingar urðu bikarmeistarar síðastliðið haus. Hann skoraði sigurmark Víkings þegar liðið lagði FH að velli í bikarúrslitaleiknum.

Þessi 23 ára gamli sóknarmaður er markahæsti leikmaður Víkings á Íslandsmótinu í sumar með níu mörk en hann er í fimmta sæti á listanum yfir markahæstu leikmönnum mótsins.

Hjá Venezia hittir Óttar Magnús fyrir kantmanninn Bjarka Stein Bjarkason sem gekk til liðs við félagið frá Skagamönnum fyrr í sumar.