Ronaldo gekk í raðir United í lok ágúst en þessi 36 ára gamli leikmaður byrjaði á að raða inn mörkum. Aðeins hefur hægst á Ronaldo og gengi United hefur ekki verið gott.

Þrátt fyrir að vera 36 ára er Ronaldo með svipaðar hlaupatölur og yngri framherjar deildarinnar.

Tölurnar

Þannig hleypur Ronaldo svipað og Mohamed Salah í hverjum leik. Ronaldo er að skila að meðaltali 9,3 kílómetrum í hús en Salah skilar 100 metrum meira.

Ronaldo hleypur meira en Lukaku sem er latasti framherjinn ef miðað er við stærstu lið deildarinnar.

Ronaldo tekur færri spretti í leik en Salah en hann tekur þó talsvert fleiri spretti en Harry Kane og Romelu Lukaku.