Max Verstappen, ökumaður Red Bull Racing og tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 kom, sá og sigraði á nýafstöðnu tímabili í mótaröðinni. Verstappen setti ný met og setti um leið markið hátt fyrir aðra ökumenn sem vilja reyna að skáka honum. Formula1.com hefur tekið saman helstu tölfræði frá mögnuðu tímabili Verstappen.

Verstappen setti nýtt með yfir fjölda sigra í keppnum á einu tímabili en alls vann Hollendingurinn fljúgandi 15 keppnir á nýafstöðnu tímabilið, met sem var áður í eigu Michael Schumacher og Sebastian Vettel sem höfðu báðir á sínum tíma sigrað 13 keppnir á einu tímabili.

Yfirburðir Verstappen voru miklir og steig alls fimmtán sinnum á efsta þrep verðlaunapallsins yfir 22 keppnishelgar eða í 68,2% tilvika.

Í þau skipti sem Verstappen endaði ekki í fyrsta sæti og steig ekki á efsta þrep verðlaunapallsins steig hann þó tvisvar sinnum á hin þrep pallsins. Alls átti Verstappen 17 sinnum sæti á verðlaunapalli með frammistöðum sínum á keppnishelgum tímabilsins.

Þá sankaði hann að sér metfjölda stiga yfir eitt tímabil. Alls vann Verstappen sér inn 454 stig yfir tímabilið, það er met sem var áður í höndum Sir Lewis Hamilton sem sankaði að sér 413 stigum árið 2019.

Ítarlega samantekt Formula1.com á tölfræði Max Verstappen yfir Formúlu 1 tímabilið má sjá hér.