Manchester United vann ó­trú­legan 3-2 sigur á Brig­hton í ensku úr­vals­deildinni í dag. Sigur­markið var ó­venju­legt í meira lagi því það kom úr víta­spyrnu eftir að dómarinn var búinn að flauta til leiks­loka.

Neal Maupay kom heima­mönnum í Brig­hton yfir með víta­spyrnu á 40. Mínútu eftir að Bruno Fernandes braut af sér innan teigs. United jafnaði að­eins þremur mínútum síðar þegar varnar­maðurinn Lewis Dunk varð fyrir því ó­láni að skora sjálfs­mark.

Marcus Ras­h­ford kom Manchester United yfir þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálf­leik. Þegar allt virtist stefna í sigur United tókst Solly March að jafna leikinn með marki á 95. mínútu. Þegar komið var fram yfir fimm mínútna upp­bótar­tímann fékk United fékk horn­spyrnu.

Bruno Fernandes tók spyrnuna og átti Harry Maguire skalla að marki sem Solly March hreinsaði burt af mark­línu. Dómari leiksins, Chris Kavanagh, flautaði í kjöl­farið til leiks­loka.

Um sama leyti fékk Kavanagh orð í eyra í frá VAR-dómara leiksins í Stockl­ey Park þar sem boltinn virtist hafa haft við­komu í hand­legg Neal Maup­ey þegar Maguire skallaði að marki. Víta­spyrna var því dæmd og skoraði Bruno Fernandes af miklu öryggi. Loka­tölur 3-2 United.