Fótbolti

Óskabyrjun hjá Sarri með Chelsea

Ítalski knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri fer vel af stað með sína nýju lærisveina hjá Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla, en fjórir leikir voru háðir í deildinni klukkan 14.00 í dag.

Jorginho skorar hér sitt fyrsta deildarmark fyrir Chelsea. Fréttablaðið/Getty

Fjórir leikir fóru fram í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla klukkan 14.00 í dag. 

Chelsea vann sannfærandi 3-0-sigur þegar liðið mætti Huddersfield Town í fyrsta deildarleik sínum með Ítalann Maurizio Sarri við stjórnvölin. 

Fyrsta deildarmark Chelsea undir stjórn Sarri kom úr nokkuð óvæntri átt, en það skoraði franski miðvallarleikmaðurinn N'golo Kante eftir fyrirgjöf frá Brassanum Willian. 

Jorginho sem fylgdi Sarri frá Napoli til Chelsea í sumar tvöfaldaði svo forystu liðsins þegar hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. 

Eden Hazard sem hóf leikinnn á varamannabekk Chelsea var svo arkitektin að þriðja marki Chelsea sem Pedro skorði með snyrtilegri vippu. 

Aron Einar ekki í hóp hjá Cardiff City

Liðsfélagar Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff City byrja leiktíðina ekki nógu vel, en liðið laut í lægra haldi, 2-0, fyrir Bournemouth.

Það voru Ryan Fraser og Callum Wilson sem skoruðu mörk Bournemouth, en Fraser skoraði um miðbik fyrri hálfleiks og Wilson undir lok leiksins. 

Aron Einar var ekki í leikmannahópi Cardiff City vegna meiðsla. 

Argentínski sóknartengiliðurinn Roberto Pereyra skoraði bæði mörk Watford í 2-0-sigri liðsins gegn Brighton & Hove Albion.

Fulham sem tjaldaði miklu til í leikmannakaupum sínum í sumar beið ósigur gegn Crystal Palace með tveimur marki gegn engu. Þar voru það Jeffrey Schlupp og Wilfried Zaha sem tryggðu Crystal Palace stigin þrjú.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Veit vel hversu gott lið Ísland er með

Fótbolti

Birkir reynst Frökkum erfiður undanfarin ár

Fótbolti

Hef góða tilfinningu fyrir leiknum

Auglýsing

Nýjast

Fékk þau svör sem ég var að leitast eftir

Grindavík jafnaði metin | Njarðvík komið 2-0 yfir

Sigur á Selfossi kemur Haukum í lykilstöðu

Coman ekki með Frökkum gegn Íslandi

Jóhann Berg ekki með á morgun

Agla María framlengir við Blika til 2022

Auglýsing